Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Treysta Sporðdrekum...?

Sporðdreki og Skjaldbaka stóðu við árbakka og hugðust bæði á ferð yfir ánna, sporðdrekinn spurði skjaldbökunna kurteislega hvort að hann gæti fengið far með henni yfir ánna, standa á bakinu á henni yfir. – Skjaldbakann horfði forviða á sporðdrekann og sagði „Hvers vegna ætti ég að ferja þig yfir ánna, þegar við erum kominn inní miðja ánna þá stingurðu mig í hálsinn og ég drukkna“... Hvers vegna ætti ég að gera það spurði Sporðdrekinn, þá drukkna ég líka,! Skjaldbakann féllst á þessi rök og sporðdrekinn klifrar uppá bak á henni og þau leggja af stað, í miðri á þá finnur skjaldbakann mikinn sting í hálsinum, fer að missa máttinn og byrjar að sökkva,,, þegar Skjaldbakann er að sökkva þá spyr hún Sporðdrekann af hverju gerðir þú þetta, nú drukknum við bæði... Sporðdrekkinn svaraði,,, ég get ekki að því gert... Ég er sporðdreki!

 

Við getum treyst því að Sporðdrekar eru sporðdrekar... Ég mun aldrei treysta stjórnmálamönnum, embættismönnum eða fjármálamönnum frekar en sporðdrekum... Það er einfaldlega í eðli þeirra að stinga...

Traust er áunnið ekki heimtað....


mbl.is Verðum að læra að treysta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið Til í þessu...

Það er mikið til í þessu hjá Bjarna, gallin er hins vegar sá að allar "Aðgerðir" sem reynt hefur verið að fara í eru hundsaðar af bönkunum...

 Það þarf að fara að beita miskunarlausum meðulum gegn þeim fjármálafyrirtækjum sem ekki lúta landslögum...

Refsingunum þarf að beina gegn eigendum og stjórnendum bankana...

 Þá fer kannski einhvað að lagast hérna. 


mbl.is Atvinnulífinu verði ekki haldið í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍÚ hefur enn eina ferðina grímulaust sýnt hroka sinn.

LÍÚ hefur enn eina ferðina grímulaust sýnt hroka sinn... Það verður að stoppa þetta af í eitt skipti fyrir öll...

 Það verður að binda varanlega í landslög svo ekki verður útúr snúið að Aulindir landsis eru þjóðareign sem ekki eru einstakra að ráðskast með... Það hefur aldrei sýnt sig betur en með þessarið aðgerð... Þetta er bara forsmekkurinn af því sem kemur fái þeir sitt í gegn.

 Ímyndið ykkur tangarhaldið sem þeir munu hafa á Íslensku atvinnulífi fái þeir sitt í gegn... Fyrst að þeir stoppa allt núna bara með því að fá EKKI sínu fram...

Það góða við þetta er að LÍÚ er líka búið að berskjalda sig... Við sjáum hvað þeir óttast mest... Fólkið í landinu og atkvæðisrétt þeirra... 

 Það verður fróðlegt að filgjast með áróðursstríðinu sem fer í gang þegar auðlindamál landsins fara í Þjóðaratkvæði... Hræðsluáróðurinn verður yfirgengilegur....

 


mbl.is Ósvífni og hreint ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins á að marka leið sem að þjóðinn vill,, Ekki hörundsárir embættismenn

Loksins á að marka leið sem að þjóðinn vill,, Ekki hörundsárir embættismenn.

Það fyrsta sem að Þetta lið þarf að gera er að finna kjark!!

 Legg til að það næsta sem gert verður er að svara matsfyrirtækjum fullum hálsi.

Sömu matsfyrirtækjum og þáðu háar greiðslur fyrir að vera klappstýrur bankana þangað til að í óefni var komið. Tæpast er trúverðugleiki þeirra mikil ef nánar er skoðað.

Næst þarf að fara að tala máli þjóðarinnar,, prufið það, ef þið þurfið að vita hvernig það er gert,, Hringið í Ólaf Ragnar Grímsson,, hann getur kannski kennt ykkur það.

En fyrst verðið þið að átta ykkur á því fyrir hvern þið eruð að vinna og hver greiðir ykkur laun...

 

Íslenska Þjóðinn!!! 


mbl.is Ný leið mörkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretum og Hollendingum óhætt að sækja sína peninga.... Til þeirra sem tóku þá..!

Bretum og Hollendingum óhætt að sækja sína peninga til þeirra sem að eru með þá, Íslebnskur almenningur vill batra ekki borga fyrir þetta frekar en Breskur almenningur... Skattaskjól eru flest á umráðasvæði Breta og Hollendinga... Þeir geta þá bara sótt þetta!
mbl.is Óttast fordæmi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum ekki þreyta okkur heldur!

Nei við Icesave segir við látum ekki kúga okkur,,, og við látum heldur ekki þreyta okkur í kúgun... NEI! Sama hvað spyllt fjármálaelítan og stjórnsýslan orgar...
mbl.is Já við Icesave væri uppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú skil ég Íslensk stjórnmál... Meira klúður = Meira Traust

Steingrímur hefur náð útskíra fyrir mér hver drifkraftur íslenskra stjórmála er... Lksins.!!

 Klúður = Góður traustsins verður stjórnmálamaður/- Flokkur

 Veruleikafyrringin og klikkuninn er farinn að verða aðhlátursefni fyrir lönguu síðan... Hvað þetta lið hins vegar forherðist er hreinlega áhyggjuefni... 


mbl.is Óvíst hvort kjósa þyrfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mitt NEI á Icesave. Stoppum þessa vittleysu Núna!

Mitt NEI á Icesave. Stoppum þessa vittleysu Núna!

Pilsfaldakapítalismi er nafnið sem að huglausri fjármálsatarfsemi er gefið. Með einföldum hætti má til sanns vegar færa að vélin sem knýr Pilsfaldakapítalisma er lánakerfi á sterum sem hefur þann eina tilgang að framleiða vaxtaberandi skuldir. Réttlæting lánaþenslu hverju sinni er alltaf einhverskonar „bóla“.

Peningar verða til með skuld, engu öðru. Bak við hverja krónu, Pund, Evru eða Dollar er skuld sem ber vexti. Engin fasttenging er við föst verðmæti í dag, peningarnir verða einfaldlega til við útgáfu skuldabréfa seðlabanka, hvort sem að það er Seðlabanki Íslands, Evrópu eða Bandakíkjana. Svo fara peningarnir í endalaust vaxtaberandi lánaferðalag. Bæði innláns og útlánsvaxta... Engin verðmæti verða til. Bara olía til að smyrja næstu bólu, spenna hagkerfið, þrýsta á framleiðslu verðmæta til að borga þessa framtíðarvexti.

Vextir eru skilgreining verðmæta fram í tíman. Með öðrum orðum, verðlagning framleiðslu fram í tíman í vöru sem að ekki er orðin til. Því meiri sem skuldsetning er því meiri pressa er á framleiðni heimsins að framleiða, óháð markaðsþörf. Bólan hefur engan tilgang annan en að viðhalda sjálfri sér, þangað til að hún springur. Sem hún eðli málsins samkvæmt gerir, spurningin er bara hvenær.

Framleiðslan er alltaf bundin við næstu „bólu“ Bólan getur verið .Com, Gull, Olía, DeCode, Íbúðarhúsnæði eða hreinlega Stríð... Einfaldlega næsta tíska.

Frægust allra „Bóla“ er Túlípana-Bólan sem náði hámarki árið 1637 – við virðumst lítið hafa lært síðan. Hins vegar er tíðni „Bóla“ að aukast ógnarhratt.

Í gegnum tíðina hafa fjárfestar hverrar bólu fyrir sig þurft að standa og falla með sinni þátttöku í bólunni... Almenningur fær þó alltaf þyngsta skellinn. – Skellirnir eru að verða tíðari, þyngri og ósanngjarnari... Þökk sé upplýsingatækni, aukinni lestrakunnáttu og getu almennings til að grafa upp sannleikan er farið að þrengja að skýringum „Gerendana“ (höfunda/- fjármagnara) bólanna... Í flestum tilfellum bankar með ítök í auðlyndum.

Til sögunar kemur „Pilsfaldakapítalismi“ – Sennilega hefur hann alltaf verið til, núna er hann hins vegar hrópandi áberandi „To Big To Fail“ varð slagorð Pilsfaldakapítalismans. Almenningi hefur verið talin trú um það að ef að þetta kerfi fær ekki að viðgangast þá hrinur heimurinn. Ekkert gæti verið fjarri sannleikanum en það. – Sennilega eitt snjallasta áróðursbragð síðari tíma.

Huglaus fjármálastafsemi (Pilsfaldakapítalismi) er fyrirbæri þar sem að fjárfestinn þarf ekki að standa skil á neinu nema að hirða gróða ef að vel gengur og fela sig undir pilsfaldi skattgreiðenda ef illa fer.

Það mun alltaf fara illa ef að gjörðir eru afleiðingalausar, það er að segja neikvæðar afleiðingar eru faldar gerendum. – Rétt eins og með uppeldi þá verða börn óþekk án aðhalds, eins verður græðgi dómgreindarlaus án aðhalds.

Icesave er hreinræktað afkvæmi þessarar þróunar... Það sem hins vegar aðskilur Icesave frá öðrum ríkisvæddum bólum sem fara illa er það einstaka tækifæri að þetta er í fyrsta sinn sem að skuldaberandi almenningur fær að spyrna við.
Heilt yfir fær almenningur „Eitt“ tækifæri til að segja NEI! Við vorum ekki spurð álits með Seðlabankann, Sparisjóðina, Sjóvá, fjármögnunarfyrirtækin... og allt hitt sem að ég man nú ekki einu sinni hvað er allt saman. Því var bara skellt á okkur undir formerkjum björgunaraðgerðar... Bjarga hverju veit ég ekki... Sama liðið er við völd í góðum þægilegum stöðum og bíður næstu bólu.
Hafi verið til eitthvað sem að væri virk refsiábyrgð hefðu þeir sem ábyrgð á þessu öllu saman bera kannski hagað sér öðruvísi og ekki farið sem fór. Í það minnsta ekki á þessum mælikvarða.

Icesave er langt því frá að vera stæðasta einstaka afleiðingin í hruninu. Icesave er hins vegar það viðkvæmasta, og það réttilega. Það er einmitt það sem að gerir það svo jákvætt. Um er að ræða milliríkjadeilu sem ekki er svo auðveldlega sópað undir teppið.

Það er svo viðkvæmt að öll umræða um það opnar á eðli pilsfaldakapítalismans, og það þolir fjármálaelítan ekki... Smám saman er fólk að fatta hvernig sjónhverfingar gerspilltrar valdaelítunar virka... Galdramaðurinn verður nakinn á sviðinu.

Um leið og áhorfendur hætta að dást að snilli sjónhverfingarinnar er spilið búið.

Eftir allnokkrar tilraunir stjórnvalda án árangurs til að þvinga komandi kynslóðir ekki bara til að borga þetta, heldur líka sem verra er „Viðhalda þessu meingallað kerfi“ er farið að gæta mikillar örvæntingar hræðsluáróður og beinar hótanir eru farnar að stjórna málflutningnum.

NEI við Icesave er ekki bara NEI við Icesave. NEI eru líka skýr skilaboð við því að það er komið nóg af þessari vistleysu, Keðjuverkun bóla sem að gera ekkert annað en að búa til skuldir sem aldrei verða greiddar, en hneppa æ fleiri í ánauð með stéttaskiptingu og mismunum kynslóðana sem á eftir okkur koma.

NEI við Icesave er ekki bara skilaboð til þeirra sem að ábyrgð á Icesave bera að þeir skulu bara standa skil á sínu sjálfir, rétt eins og öllum öðrum er ætlað að gera... Heldur líka að við viljum ekki að þetta gerist aftur.

Öll Evrópa og Bandaríkin, og víðar eru að fylgjast með því sem að hér gerist á Laugardaginn. Já eða Nei við Icesave gefur tóninn í hvort að ríkisvæða eigi næstu bólur sem á eftir koma... Er almenningi ætlað að gefa út endalausa óútfyllta tékka til að viðhalda þessu „Ómissandi“ kerfi

Hvernig Framtíð villt þú ?Hvað ætlar þú að gera ?

Þetta er mitt NEI!

Virðingarfyllst
Friðgeir Sveinsson


Þetta verður Kolfellt 70-80%

Mig langar að fá skýringar frá þeim fjölmiðlum sem að hafa unnið þessar kannanir þegar atkvæðagreiðslu er lokið.

Hvernig stendur á því að þið fenguið úrkomuna sem stendur nærri 50/50 ?

Þetta verður fellt með 70-80% atkvæði og þá vill ég að þau fyrirtæki sem að unnu þessar kannanir geri grein fyrir hluteild sinni í áróðrinum...


mbl.is 54,8% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örvænting!!

Málflutningur "Já" liðsins er orðin einkar merkilegur... Hótanir eru fyrsta merki Ósigurs... Það sem að nú gengur á í herbúðum gerspylltra föðurlandssvikara eins og SA og ASÍ er PANIC!!!

Þett averður vonandi skítfellt á laugardaginn... Þetta fær allavega mitt NEI


mbl.is Gengur gegn lýðræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband