Mitt NEI á Icesave. Stoppum þessa vittleysu Núna!

Mitt NEI á Icesave. Stoppum þessa vittleysu Núna!

Pilsfaldakapítalismi er nafnið sem að huglausri fjármálsatarfsemi er gefið. Með einföldum hætti má til sanns vegar færa að vélin sem knýr Pilsfaldakapítalisma er lánakerfi á sterum sem hefur þann eina tilgang að framleiða vaxtaberandi skuldir. Réttlæting lánaþenslu hverju sinni er alltaf einhverskonar „bóla“.

Peningar verða til með skuld, engu öðru. Bak við hverja krónu, Pund, Evru eða Dollar er skuld sem ber vexti. Engin fasttenging er við föst verðmæti í dag, peningarnir verða einfaldlega til við útgáfu skuldabréfa seðlabanka, hvort sem að það er Seðlabanki Íslands, Evrópu eða Bandakíkjana. Svo fara peningarnir í endalaust vaxtaberandi lánaferðalag. Bæði innláns og útlánsvaxta... Engin verðmæti verða til. Bara olía til að smyrja næstu bólu, spenna hagkerfið, þrýsta á framleiðslu verðmæta til að borga þessa framtíðarvexti.

Vextir eru skilgreining verðmæta fram í tíman. Með öðrum orðum, verðlagning framleiðslu fram í tíman í vöru sem að ekki er orðin til. Því meiri sem skuldsetning er því meiri pressa er á framleiðni heimsins að framleiða, óháð markaðsþörf. Bólan hefur engan tilgang annan en að viðhalda sjálfri sér, þangað til að hún springur. Sem hún eðli málsins samkvæmt gerir, spurningin er bara hvenær.

Framleiðslan er alltaf bundin við næstu „bólu“ Bólan getur verið .Com, Gull, Olía, DeCode, Íbúðarhúsnæði eða hreinlega Stríð... Einfaldlega næsta tíska.

Frægust allra „Bóla“ er Túlípana-Bólan sem náði hámarki árið 1637 – við virðumst lítið hafa lært síðan. Hins vegar er tíðni „Bóla“ að aukast ógnarhratt.

Í gegnum tíðina hafa fjárfestar hverrar bólu fyrir sig þurft að standa og falla með sinni þátttöku í bólunni... Almenningur fær þó alltaf þyngsta skellinn. – Skellirnir eru að verða tíðari, þyngri og ósanngjarnari... Þökk sé upplýsingatækni, aukinni lestrakunnáttu og getu almennings til að grafa upp sannleikan er farið að þrengja að skýringum „Gerendana“ (höfunda/- fjármagnara) bólanna... Í flestum tilfellum bankar með ítök í auðlyndum.

Til sögunar kemur „Pilsfaldakapítalismi“ – Sennilega hefur hann alltaf verið til, núna er hann hins vegar hrópandi áberandi „To Big To Fail“ varð slagorð Pilsfaldakapítalismans. Almenningi hefur verið talin trú um það að ef að þetta kerfi fær ekki að viðgangast þá hrinur heimurinn. Ekkert gæti verið fjarri sannleikanum en það. – Sennilega eitt snjallasta áróðursbragð síðari tíma.

Huglaus fjármálastafsemi (Pilsfaldakapítalismi) er fyrirbæri þar sem að fjárfestinn þarf ekki að standa skil á neinu nema að hirða gróða ef að vel gengur og fela sig undir pilsfaldi skattgreiðenda ef illa fer.

Það mun alltaf fara illa ef að gjörðir eru afleiðingalausar, það er að segja neikvæðar afleiðingar eru faldar gerendum. – Rétt eins og með uppeldi þá verða börn óþekk án aðhalds, eins verður græðgi dómgreindarlaus án aðhalds.

Icesave er hreinræktað afkvæmi þessarar þróunar... Það sem hins vegar aðskilur Icesave frá öðrum ríkisvæddum bólum sem fara illa er það einstaka tækifæri að þetta er í fyrsta sinn sem að skuldaberandi almenningur fær að spyrna við.
Heilt yfir fær almenningur „Eitt“ tækifæri til að segja NEI! Við vorum ekki spurð álits með Seðlabankann, Sparisjóðina, Sjóvá, fjármögnunarfyrirtækin... og allt hitt sem að ég man nú ekki einu sinni hvað er allt saman. Því var bara skellt á okkur undir formerkjum björgunaraðgerðar... Bjarga hverju veit ég ekki... Sama liðið er við völd í góðum þægilegum stöðum og bíður næstu bólu.
Hafi verið til eitthvað sem að væri virk refsiábyrgð hefðu þeir sem ábyrgð á þessu öllu saman bera kannski hagað sér öðruvísi og ekki farið sem fór. Í það minnsta ekki á þessum mælikvarða.

Icesave er langt því frá að vera stæðasta einstaka afleiðingin í hruninu. Icesave er hins vegar það viðkvæmasta, og það réttilega. Það er einmitt það sem að gerir það svo jákvætt. Um er að ræða milliríkjadeilu sem ekki er svo auðveldlega sópað undir teppið.

Það er svo viðkvæmt að öll umræða um það opnar á eðli pilsfaldakapítalismans, og það þolir fjármálaelítan ekki... Smám saman er fólk að fatta hvernig sjónhverfingar gerspilltrar valdaelítunar virka... Galdramaðurinn verður nakinn á sviðinu.

Um leið og áhorfendur hætta að dást að snilli sjónhverfingarinnar er spilið búið.

Eftir allnokkrar tilraunir stjórnvalda án árangurs til að þvinga komandi kynslóðir ekki bara til að borga þetta, heldur líka sem verra er „Viðhalda þessu meingallað kerfi“ er farið að gæta mikillar örvæntingar hræðsluáróður og beinar hótanir eru farnar að stjórna málflutningnum.

NEI við Icesave er ekki bara NEI við Icesave. NEI eru líka skýr skilaboð við því að það er komið nóg af þessari vistleysu, Keðjuverkun bóla sem að gera ekkert annað en að búa til skuldir sem aldrei verða greiddar, en hneppa æ fleiri í ánauð með stéttaskiptingu og mismunum kynslóðana sem á eftir okkur koma.

NEI við Icesave er ekki bara skilaboð til þeirra sem að ábyrgð á Icesave bera að þeir skulu bara standa skil á sínu sjálfir, rétt eins og öllum öðrum er ætlað að gera... Heldur líka að við viljum ekki að þetta gerist aftur.

Öll Evrópa og Bandaríkin, og víðar eru að fylgjast með því sem að hér gerist á Laugardaginn. Já eða Nei við Icesave gefur tóninn í hvort að ríkisvæða eigi næstu bólur sem á eftir koma... Er almenningi ætlað að gefa út endalausa óútfyllta tékka til að viðhalda þessu „Ómissandi“ kerfi

Hvernig Framtíð villt þú ?Hvað ætlar þú að gera ?

Þetta er mitt NEI!

Virðingarfyllst
Friðgeir Sveinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband