Þetta verður Kolfellt 70-80%

Mig langar að fá skýringar frá þeim fjölmiðlum sem að hafa unnið þessar kannanir þegar atkvæðagreiðslu er lokið.

Hvernig stendur á því að þið fenguið úrkomuna sem stendur nærri 50/50 ?

Þetta verður fellt með 70-80% atkvæði og þá vill ég að þau fyrirtæki sem að unnu þessar kannanir geri grein fyrir hluteild sinni í áróðrinum...


mbl.is 54,8% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef að þetta verður kolfellt eins og þú spáir, þá hefur almenningur jafnframt fyrirgert rétti sínum til þess að vera með eitthvað væl um kreppu og fátækt næstu 10 árin - ÞIÐ KUSUÐ ÞAÐ YFIR YKKUR SJÁLF!!!

Vignir (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 07:52

2 identicon

Vignir láttu ekki hræðsluáróðurinn halda fyrir þér vöku, þetta er akkurat öfugt hjá þér það verður svaka uppgangur eftir 9 april þar sem 70% þjóðarinnar segir NEI við Iceslave 3. Sjáðu bara til...

Kristinn M (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 08:06

3 identicon

Ísland er eins og 13 ára unglingur. Fyrst nennum við ekki að fara eftir einhverjum reglum og almennri skynsemi heldur viljum bara partí og stuð og leyfum ruslalýð að valsa í alla okkar sjóði og strauja krítakortið okkar eins og enginn sé morgundagurinn - þ.e.a.s. stjórnvöld sem við kusum og starfa á okkar ábyrgð sinntu ekki eftirlitsskyldu sinni gagnvart þessum blessaða innistæðutryggingasjóði - og svo erum við núna sannfærð um að við getum bara verið fúl á móti og ekkert slæmt geti komið fyrir okkur þó við segjum "Fokk Jú" við fólkið sem er að rétta okkur hjálparhönd (já ég sagði hjálparhönd, Írar borga 5,8% vexti af sínum neyðarlánum og 3% vextir er meira að segja undir verðbólgunni í Bretlandi þannig að þeir fá neikvæða vexti frá okkur).

Fólk stingur bara höfðinu í sandinn og neitar að trúa því að slæmir hlutir hafa komið fyrir miklu stærri og sterkari þjóðir en okkur þegar þær borguðu ekki skuldirnar sínar - Argentína fékk ekkert lánsfé í 10 ár!! Hvernig ætlum við að koma atvinnulífinu aftur í gang?

Vignir (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 08:55

4 Smámynd: Friðgeir Sveinsson

Það er argasta kjaftæði að við séum að haga okkur eins og 13 ára unglingar... Almenningur í þessu landi hafði ekkert með þetta að gera,, en er ætlað að bera ábyrgð á því og borga það... Það væri rétt að btrja á birjuninni... Koma höndum yfir Landsbankamenn, draga til ábyrgðar eftirlitið sem svaf... Svo skulum við tala um aðkoma skattgreiðenda,,,

Friðgeir Sveinsson, 7.4.2011 kl. 09:41

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vignir minn, það er einmitt jáfólkið, sem vill halda partíinu áfram. Fjárglæframennirnir sem vilja fá meira af lánum.  Viljhjálmur Egilsson sem sat í nefnd sem veitti Icesave verðlaun fyrir að vera viðskipti ársins, ári fyrir hrun.

Þér er ekki sjálfrátt maður. Hvaðan hefur þú þessa tölfræðilegu steypu? Argentína lýsti yfir dept moratorium og neitaði að borga skuldir sem þeir höfðu ekki ábyrgst. Eftir það fóru þeir að blómstra eftir áratuga kúgun. Írar telja nú nauðsynlegt að gera hið sama því það er engin leið fyrir þá að greiða skuldirnar á þessum drápsvöxtum. Þeir geta kannski huggað sig við að þurfa ekki að borga 9% eins og Portúgal sem er með þrisvar sinnum hærra skuldatryggingarálag en við. Hver er að dæla þessari þvælu í hausinn á þér?

Minni þig svo á að það er enginn tryggingasjóður í heiminum, sem stendur undi falli svo mikið sem eins banka.  Eðli málsins samkvæmt er enginn vilji til að binda svo mikið fé og það er raunar ekki hægt, hvað þá í raðgjaldþroti.  Við erum ekki einir um þetta og bugðumst engri eftirlitskyldu þar. Þetta er spuni.

Ég er sammála greinarhöfundi að líkurnar fyrir afgerandi nei-i eru miklar, þó ekki væri fyrir annað en að þeir sem vilja nei hafa miklu sterkari mótívasjón en þeir sem vilja kyngja ælunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 09:51

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég ætla mér að vera stoltur kjósandi þann níunda Apríl og segja NEI við ICESAVE. Ástæða: Þó svo að málið fari fyrir dómstóla þá eru minni en engar líkur á því að okkur verði dæmt í óhag. Það er nefnilega þannig að ef okkur yrði svo slysalega á að lenda í því að okkur yrði dæmt í óhag þá eru öll Evrópusambandslöndin í djúpum skít.

Þau þurfa þá að ábyrgjast allt sitt bankakerfi líka og almenningur þar er líklega ekki jafn auðveldur við að eiga eins og já-liðið okkar...

Það á nefnilega ekki að láta almenning borga skuldir einkafyrirtækja.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 7.4.2011 kl. 09:55

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Flettu svo upp hvað FAS no 207250 er. Þar kemur í ljós að Icesave var tryggt af breskum innistæðusjóði. málið var bara það að hann tæmdist við að borga út þessa tryggingu svo ekkert var eftir tl að bregðast við öðrum bönkum sem riðuðu til falls. Þetta mátti almenningur  náttúrlega ekki frætta. Þ.e. að það er ekki fræðilegur möguleiki að tryggja allar innistæður.

Svo til að spara mér frekari skrif, þá lestu þessa stuttu en ágætu samantekt: http://kristinn-karl.blog.is/blog/kristinn-karl/entry/1156973/

Reyndu svo að anda í bréfpoka Vignir minn, nú eða æla í hann í stað þess að kyngja henni.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 10:10

8 identicon

Ég held að það sé næsta klart að hluritni versni með nei,

en þá munu líka eldri forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknar mýga í sig yfir framhaldinu.  Því þjóðin mun gerast enn reiðari yfir því að vera felld af dómum EFTA og óháðu dómstólum sjálfs Íslands.

Við lifum á miklum sögutímum, þetta NEI á morgun mun leiða til ansi sérstakra afleiðinga, efnahagslega, en ekki síst fyrir þroska og meðvitund almennings, jafnvel þeirra sem fylgja ákveðnum flokkum líkt og trúarsöfnuði.

Jonsi (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 01:59

9 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það hefur aldrey gagnast neinum að gera sig skuldugann til að fá geta aukið við skuldir sínar.

Langar til að sjá framann í þann bankastjóra sem færi að lána manni fjármuni ef sá hinn sami skuldaði 144% af því sem hann aflaði á ársgrundvelli...

Hvernig er hægt að halda því fram að við fáum frekar lán ef við segjum já??? Landið er nú með skuldir uppá 144% af vergri landsframleiðslu og er því nú þegar í þeirri stöðu sem einstaklingurinn sem ég lýsti hér fyrir ofan.

Nú koma líklega flestir já-liðar til með að nöldra um samanburð á eplum og appelsínum við þessu dæmi mínu. Verði þeim að góðu...

NEI við ICESAVE...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 8.4.2011 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband