Segir maðurinn sem kvittaði uppá Icesave
20.2.2011 | 03:08
Smörklípa til að dreifa þeim málum að hann var einn af þeim sem að samþykkti að ríkisvæða risagjaldþrot einkafyrirtækis sem að reyndist nú bara vera glæpabanki.... Sendum reikninginn á komandi kynslóðir....
Lærðu hvað orðið "Hræsni" þíðir
Viðurstyggileg móðgun við landsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta sendi ég á forseta Íslansds, hvet alla til að gera slíkt hið sama - forseti@forseti.is
18.2.2011 | 11:54
Góðan Dag Herra Forseti.
Ég sem Íslendingur sem ætla að búa á Íslandi allan minn aldur og á hér ástvini og ættiningja bið þig að hafna Icesave allra vegna.
Rökstuðninginn þarf vart að endurtaka, Hins vegar vill ég benda á eina blákalda staðreynd.
Farið máli fyrir alþjóðadóm og Ísland tapar þá er búið að gefa skilaboð yfir heimsbyggðina að þjóðríki séu föst í þeim klöfum
að óábyrgir bankamenn geti veðjað með velferð þjóða án ábyrgðar. Einnig mun þá liggja á Bretum og Hollendingum að þeir
þurfi með sama hætti að ábyrgjast sína banka og þeir ætla okkur Íslendingum að gera.
Það er kominn tími til að Fjárglæframönnuim heimsins verði settur stóllinn fyrir dyrnar almenningi í heiminum til hagsbóta.
Ég biðla til þín að allra vegna ekki, ekki bara Íslendinga vegna að segja nei, og knýa þetta fyrir dóm. Heimurinn þarf að því að halda.
Bestu Kveðjur,
Friðgeir Sveinsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Amatörar,, kunna ekki að tefja mál
17.2.2011 | 21:20
Egypskir ráðherrar handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Athugsaemdakerfi Eyjan.is lokað,,, er það vegna Icesave?
17.2.2011 | 16:15
Maður spyr sig í fullri alvöru hvort að athugasemdakerfi eyjunar sé lokað vegna þess að nú er búið að samþykkja Icesave og öll umræða um það ar af leiðandi af hinu versta.
Karl Th. Birgisson er ritstjóri Eyjunar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sandkassaleikurinn við Austurvöll
17.2.2011 | 11:28
Þessi frétt segir í hnotskurn frá því af hverju allt sem þarna við Austurvöll fer fram ber yfirskriftina klúður... Hér er verið að lýsa sandkassaleik, og því miður virðist þessi sandkassaleikur vera í öllu sem þarna fer fram.
Á ekki að spyrja svona vitleysislegra spurninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já það er rétt að samþykkja þetta yrði ömurlegt af ykkur...
15.2.2011 | 22:59
Til þeirra er málið varðar,
Þið sem í stjórnsýslunni sitjið, og sitjið sem fastast eruð alveg vita kjarklaus eða lituð af þeirri hræðslu að fari málið í dóm,,, og þá komi hið sanna í ljós. Hvers vegna eru allir svona voðalega hræddir við dómsstólinn, jú sennilega vegna þess að það verður ekki hægt að afgreiða með leynimakki 4flokksins,,,
Það er búið að linnulaust halda uppi hræðsluáróðri og dómsdagsspám um endalok íslands ef að komandi kynslóðir greiða ekki fyrir skuldir einkabanka sem starfaði stjórnlaus í skjóli ónýtra eða spylltra stofnana sem þéttskipaðir voru gæðingum einhvers af 4flokkunum...
Það í mínum huga varpar ábyrðinni alfarð á Landsbankan og Stjórnsýsluna... Ekki skattgreiðendur... Það væri óskandi ef að þeir sem eiga ábyrðina mundui bera hana,,, en slík óskhyggja verður víst seint að veruleika...
Við skulum halda því til haga og aldrei gleima að það var búið að vara við því sem mundi gerast,,, Mig mynnir nú að svar stjórnsýslunar væri einhvað á þá leið að það þyrfti að "Endurmennta" þá sem að voguðu sér að vara við þessu... (Þorgerður Katrín þetta var beint að þér.)
Ég persónulega tel mig alveg hafa vit til þess að ákveða fyrir mig hvort að ég vilji greiða meira í þá botnlausu þvælu sem að stjórnlaust fjármálakerfið skellti á komandi kynslóðir og rústaði hér samfélaginu eins og við þekkjum það... Eitt er víst ekki versnar það,,, Sjálfstæðismenn, Framsókn og Samfylking sukkuðu með kókaín dryfnum hvítflibbakrimmunum,,, og nú er VG að veita þjóðinni náðarhöggið...
Það er rétt hjá Kristjáni Þór þetta er "Hið Ömurlegasta mál"... og það skrifast alfarið á þingheim... Ekki okkur...
Ídíótar
Hið ömurlegasta mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er svona flókið við þetta ?
15.2.2011 | 20:51
Hvað á að geta verið svona flókið við þessa þjóðaratkvæðagreiðslu að tillaga Péturs er einfaldari en Þórs?
Villtu borga Icesave ?
- Já
- Nei
Kosið verði um ríkisábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Iceave var svikamilla og ber að meðhöndla sem slíkt.
14.2.2011 | 23:16
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hippamenning Arabaheimsins
13.2.2011 | 13:08
Við sjáum fréttir af ört vaxandi mótmælum fara um eins og eldur í synum um löndin í N-Afríku og inná Persaflóan. Túnis, Egytaland hafa hrakið sína harðsjóra úr landi, lætin eru byrjuð í Alsír, Jemen, Morokkó og Íran. - Þessi mótmælaalda hófst 17 Desember í Túnis.
Þessi lönd hafa þann samnefnara að vera annað hvort leppríki bandaríkjastórnar, eins og Egyptaland og Jemen Olíuríkinn eða bein harðstjórnarríki með olíulindir.
Það merkilega við þessa byltingu er að hún er ekki knúinn af hervaldi, fólk deilir frelsishugmyndum á netinu, safnast saman og herstjórninr falla.
Þetta er allt að því hippamenning
Örvænting í Marokkó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Orsakasamhengi - Litlir menn hefja heimsstyrjaldir
13.2.2011 | 03:37
Þann 28. Júní 1914 var Franz Ferdinand Hertogi Ungverjalands og Austurríkis myrtur í Sarajevó af hópi manna undir stjórn manns að nafni Danilo Ilićs. Atburðarrásin sem upphófst uppúr því er þekkt í heimssögunni sem Fyrri Heimsstirjöldin. Færa má rök fyrir því að Seinni Heimstyrjöldin hafa verið beint og óumflýanlegt framhald þeirrar fyrri. - Allt byrjaði þetta á einu morði.
Núna árið 2011, 97 árum seinna framdi einn maður morð, að vísu sjálfsmorð en afleiðingarnar eru ofboðslegar.
26 ára gamall grænmetissölumaður í Túnis að nafni Tarek el-Tayyib Mohamed Ben Bouazizi hafði fengið sig fullsaddan af valdnýðslu lögreglumanna. Í mótmælaskyni framdi hann táknrænt sjálfsmorð með því að kveikja í sér fyrir utan opinbera byggingu. Þetta gerði hann þann 17. Desember síðastliðin 18 dögum seinna lést hann. Með sjálfsmorði sínu kveikti hann í meiru en sjálfum sér, reiði samlanda hans logaði með honum, bylting braust út í kjölfarið og 28 dögum seinna þann 14 janúar flýði forseti Túnis, Zine El Abidine Ben Ali til S-Arabíu eftir 23 ára valdasetu.
Það sem fólkið í Túnis vildi var það sem að við á Vesturlöndum köllum mannréttindi. Málfrelsi, líðræði,,, en fyrst og fremst losna við harðstjórn Ben Ali.
25. Janúar Hófust mótmæli í Egyptalandi, sömu kröfur voru gerðar af almenningi í Egyptalandi og af fólkinu í Túnis. Í tæpar 3 vikur mótmæltu Egyptar friðsamleg, mannfall var samt nokkuð. Harðstjórinn Í Egyptalandi reyndi allt til að stöðva mótmælin og halda völdum. Þyngsta áherslan var þó lögð á að stöðva upplýsingaflæðið. Facebook var lokað, ritskoðun var alger í ríkisfjölmiðlunum, Egypska harðstjórnin reyndu hvað þeir gátu til að loka innternetinu. Google hins vegar með einhverjum hætti hélt netsambandi opnu í Egyptalandi. Upplýsingar komust til fólksins og á tæpum 3 vikum seinna flúði Hosni Mubarak úr landi. S-Arabar hafa boðið honum hæli.
Annað harðstjórnarríki er fallið á innan við 2 mánuðum.
Núna er allt farið að sjóða uppúr í Jeman og Alsír hefur lokað á netsamband og Íran eru að berjast við að stöðva fréttafluttning inn í landið. Tæknimann BBC hafa verið að halda uppi útsendingum með handafli.
Mótmælin eru hafin af krafti í Jemen og Alsír... Þegnar þessra landa hafa fengið fréttirnar af því sem tókst í Túnis og Egyptalnadi - Nú vill það fólk það sama, harðstjórana í burt. Haldi þetta áfram þá erum við að horfa uppá hröðustu byltingu mannkynssögunar, harðstjórnir falla eins og spilaborgir og virðast taka næstu harðstjórnir með sér... Fólkið hefur fengið nóg...Valdajafnvægið í þessum heimshluta stendur á brauðfótum, og skelfur.
Ráðamenn í þessum löndum eru orðnir logandi hræddir við almúgan. Frelsisfréttirnar fara um eins og eldur í synu. Vopn uppreisnarmanna eru Facebook, Google, Twitter og samstaða almennings. Byssur og sprengjur eru lítið áberandi nema hjá valdhöfum sem með öllum ráðum reyna að berja niður frjálsa hugsun. - "Frelsi þegna sinna" er þessum gömlu valdablokkum olíubaróna skelfileg tilhugsun. (Ekki ósvipað og hérlendis)
Hins vegar er það sem að gerist næst líklegt til að verða upphaf næstu heimstyrjaldar. Valdaskiptinn eru svo hröð í heimshluta þar sem einræði er búið að vera í skjóli Bandaríkjamanna að glundroði er líklegur til að myndast,, og svo blóðugt stríð... Þarna er olían sem bandaríkjamenn eru svo háðir og lepparnir þeirra eru að falla með áður óþekktum hraða. Svo miklum hraða að mjög ósennilegt er að Bandaríkjamenn nái að koma sínum leppum í valdastöður. Egyptar og Jemen hafa verið bandamenn Bandaríkjana í að verja Ísrael. Nú er það í uppnámi. - Enginn veit hvaða land fellur næst, mótmæli almennra borgara eru að ná áður óþkktum hæðum og upplýsingar berast manna á milli, landa á milli, á örfáum sekúntum.
Arabalöndin virðast vera að falla rétt eins og gömlu Sovétríkin,,, Nema bara MIKLU, MIKLU HRAÐAR!
Orsakasamhengið er þetta, það þarf bara einn mann til að fá nóg, myrða sjálfan sig eða annan og skiða atburða fer í gang sem kosta tugi milljóna manna lífið.
Átandið er vægast sagt viðkvæmt..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)