Orsakasamhengi - Litlir menn hefja heimsstyrjaldir

Þann 28. Júní 1914 var Franz Ferdinand Hertogi Ungverjalands og Austurríkis myrtur í Sarajevó af hópi manna undir stjórn manns að nafni Danilo Ilićs. Atburðarrásin sem upphófst uppúr því er þekkt í heimssögunni sem Fyrri Heimsstirjöldin. Færa má rök fyrir því að Seinni Heimstyrjöldin hafa verið beint og óumflýanlegt  framhald þeirrar fyrri. - Allt byrjaði þetta á einu morði. 

Núna árið 2011, 97 árum seinna framdi einn maður morð, að vísu sjálfsmorð en afleiðingarnar eru ofboðslegar. 

26 ára gamall grænmetissölumaður í Túnis að nafni Tarek el-Tayyib Mohamed Ben Bouazizi hafði fengið sig fullsaddan af valdnýðslu lögreglumanna. Í mótmælaskyni framdi hann táknrænt sjálfsmorð með því að kveikja í sér fyrir utan opinbera byggingu. Þetta gerði hann þann 17. Desember síðastliðin 18 dögum seinna lést hann. Með sjálfsmorði sínu kveikti hann í meiru en sjálfum sér, reiði samlanda hans logaði með honum, bylting braust út í kjölfarið og 28 dögum seinna þann 14 janúar flýði forseti Túnis, Zine El Abidine Ben Ali til S-Arabíu eftir 23 ára valdasetu. 

 Það sem fólkið í Túnis vildi var það sem að við á Vesturlöndum köllum mannréttindi. Málfrelsi, líðræði,,, en fyrst og fremst losna við harðstjórn Ben Ali.  

25. Janúar Hófust mótmæli í Egyptalandi, sömu kröfur voru gerðar af almenningi í Egyptalandi og af fólkinu í Túnis. Í tæpar 3 vikur mótmæltu Egyptar friðsamleg, mannfall var samt nokkuð. Harðstjórinn Í Egyptalandi reyndi allt til að stöðva mótmælin og halda völdum. Þyngsta áherslan var þó lögð á að stöðva upplýsingaflæðið. Facebook var lokað, ritskoðun var alger í ríkisfjölmiðlunum, Egypska harðstjórnin reyndu hvað þeir gátu til að loka innternetinu. Google hins vegar með einhverjum hætti hélt netsambandi opnu í Egyptalandi. Upplýsingar komust til fólksins og á tæpum 3 vikum seinna flúði Hosni Mubarak úr landi. S-Arabar hafa boðið honum hæli. 

 Annað harðstjórnarríki er fallið á innan við 2 mánuðum. 

Núna er allt farið að sjóða uppúr í Jeman og Alsír hefur lokað á netsamband og Íran eru að berjast við að stöðva fréttafluttning inn í landið. Tæknimann BBC hafa verið að halda uppi útsendingum með handafli. 

Mótmælin eru hafin af krafti í Jemen og Alsír... Þegnar þessra landa hafa fengið fréttirnar af því sem tókst í Túnis og Egyptalnadi - Nú vill það fólk það sama, harðstjórana í burt. Haldi þetta áfram þá erum við að horfa uppá hröðustu byltingu mannkynssögunar, harðstjórnir falla eins og spilaborgir og virðast taka næstu harðstjórnir með sér... Fólkið hefur fengið nóg...Valdajafnvægið í þessum heimshluta stendur á brauðfótum, og skelfur.

 Ráðamenn í þessum löndum eru orðnir logandi hræddir við almúgan. Frelsisfréttirnar fara um eins og eldur í synu. Vopn uppreisnarmanna eru Facebook, Google, Twitter og samstaða almennings. Byssur og sprengjur eru lítið áberandi nema hjá valdhöfum sem með öllum ráðum reyna að berja niður frjálsa hugsun. - "Frelsi þegna sinna" er þessum gömlu valdablokkum olíubaróna skelfileg tilhugsun. (Ekki ósvipað og hérlendis)

 Hins vegar er það sem að gerist næst líklegt til að verða upphaf næstu heimstyrjaldar. Valdaskiptinn eru svo hröð í heimshluta þar sem einræði er búið að vera í skjóli Bandaríkjamanna að glundroði er líklegur til að myndast,, og svo blóðugt stríð... Þarna er olían sem bandaríkjamenn eru svo háðir og lepparnir þeirra eru að falla með áður óþekktum hraða. Svo miklum hraða að mjög ósennilegt er að Bandaríkjamenn nái að koma sínum leppum í valdastöður. Egyptar og Jemen hafa verið bandamenn Bandaríkjana í að verja Ísrael. Nú er það í uppnámi. - Enginn veit hvaða land fellur næst, mótmæli almennra borgara eru að ná áður óþkktum hæðum og upplýsingar berast manna á milli, landa á milli, á örfáum sekúntum.

Arabalöndin virðast vera að falla rétt eins og gömlu Sovétríkin,,, Nema bara MIKLU, MIKLU HRAÐAR! 

Orsakasamhengið er þetta, það þarf bara einn mann til að fá nóg, myrða sjálfan sig eða annan og skiða atburða fer í gang sem kosta tugi milljóna manna lífið.

Átandið er vægast sagt viðkvæmt.. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.