Vegurinn í sundur í gær, ferðaþjónustan gjaldþrota daginn eftir...

Ég held að það sé óhætt að leggja niður ferðaþjónustuna alveg,,, ef að hún verður gjaldþrota á einum sólarhring... Brúinn fór í sundur í gær og þessi atvinnuvegur er byrjaður að gráta yfir því að það sé ekki kominn umm ný brú samdægus...

Ég leyfi mér að spyrja, er það fólk sem að fer fyrir þessum atvinnuvegi alveg veruleikafyrrt eða bara hreinlega heimst.. Þó svo að allir séu að fullum vilja gerðir og allt sé sett á fullt við byggingu nýrrar brúar (sem mér sýnist að sé verið að gera)þá tekur tíma að smíða hana... alveg sama hvað ferðaþjónustan grætur...

Væri ekki betra að hugsa í lausnum ekki leika fórnarlamb endarlaust...


mbl.is „Finnst þetta með ólíkindum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið þæti mæer nu vænt um að þú ágæti maður myndir vilja borga mér þau herbergi sem hafa verið afbókuð hér í  dag og næstu daga og áttu eftir að koma

Má eg senda þér reikninginn?

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 22:17

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

@Þorsteinn Sigfússon, Hvað ætlar þú að gera þegar Katla kemur með eitthvað stærra en þessa smágos eins og það sem varð núna um helgina.

Væla meira ?

Ég get nefnilega alveg sagt þér að ef að eitthvað stærra en þetta eldgos sem varð um helgina kemur. Þá fer fleira en bara ein brú á Mýrdalssandi. 

Jón Frímann Jónsson, 10.7.2011 kl. 22:34

3 Smámynd: Friðgeir Sveinsson

Þorsteinn Ertu í alvöru talað að stinga uppá að senda mér reikninginn fyrir það að hafa skoðun á vælinu í ferðaþjónustuaðila?

Það er liðinn einn dagur og þið farið að gráta yfir því að það er ekki kominn brú... "Þegar" að þú ferð á hausinn þá er það vegna þess að þú rekur þitt fyrirtæki á forsemdum fórnarlambs, og þar af leiðandi er ákvarðanatakan í takt við það... Útkomann því í samræmi við það.

Það er fullt af atvinnuvegi í landinu sem að glímir daglega við áföll og óvæntar uppákomur. Án þess að grenja líkt og ferðaþjónustan gerir yfir nánsat öllu. - Það þekki ég vel á eigin skinni... Aldrei hefur mér eða þeim sem að ég hef unnið með dottið í hug að haga sér eins og forsvarsmenn ferðaþjónustunar gera. Það fólk sem að mér hefur hlotnast heiður af að vinna með og læra af hugsar í lausnum, ekki tárum.

Ferðaþjónustan er farinn að haga sér eins og frekir krakkar sem skilja ekki neitt.. Og nei ég vill ekki fá reikninginn frá þér.. Og reyndar er þessi uppástunga þín um að senda mér hann til marks um það hvernig þú hugsar. Fórnarlamb! Ef þú treystir þér ekki í rekstur á fyrirtæki nema að hann sé gulltryggður og áfallalaus,, slepptu því þá að blanda þér í atvinnulífið á öðrum forsendum en sem launþegi.

Kv, Friðgeir

Friðgeir Sveinsson, 10.7.2011 kl. 22:40

4 identicon

Mætti kannski benda hótelhaldaranum vælandi á það líka að menn "skreppa" ekkert til tunglins og enginn hefur stigið þar fæti á þessari öld.

Gulli (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 22:51

5 Smámynd: Landfari

Ekki vei ég Friðgeir hvor eða hve mikla reynslu þú hefur af almennum rekstri fyrirtækja. Almennt held ég að þau séu ekki það vel haldin að geta staðist fögur áföll á þremur árum. Það er ekki eins og þetta sé það eina sem ferðaþjónustan þarna á þessu svæði hefur lent í.

Hvaða skoðun hefurðu á "vælinu" í leikskólakennurum núna?

Landfari, 10.7.2011 kl. 22:56

6 Smámynd: Friðgeir Sveinsson

Hvað varðar reynslu mína í atvinnulífinu, þá er hægt að summað það upp með einföldum hætti, starfað við fiskeldi í fullu starfi og með hléum frá 1996 verið á sjó með því til að ná mér í tekjur þegar áföllin ganga yfir (aldrei fengið fyrirgreiðslu eða opinbera aðstoð). Sem og tekið þátt í 4 öðrum sprotafyrirtækjum. - Ég veit nákvæmlega hvað það er að glíma við hindranir. Lærði fyrir löngu síðan að vera ekki að sóga tíma í fórnarlambavæl, nota frekar tíman í að leysa málin.

Kv, Friðegir

Friðgeir Sveinsson, 10.7.2011 kl. 23:02

7 Smámynd: Landfari

Og hvað mörg af þessum fyrirtækum eru lifandi í dag? Auðvitað reyna menn að þrauka en þegar hvert áfallið dynur yfir á fætur öðru finnst mér nú óþarfi að kalla það væl þó menn geri þá kröfu á opinbera aðila að þeir dragi ekki lappirnar ef það mætti verða til þess að fyrirtækin lifi af.

Ég get alveg sagt það heint út, þó ég þekki ekki þennan Þorstein neitt að ég vil miklu heldur að hann haldi áfram að borga í atvinnuleysistryggingasjóðinn en að hann fari að þiggja bætur úr honum.

Landfari, 10.7.2011 kl. 23:22

8 Smámynd: Friðgeir Sveinsson

Ekki það að ég ætli að fara að standa í einhverjum meting, en Landfari, 3 af þessum fyrirtækjum eru á lífi í dag, tveimur var hætt rekstri, annað var módel sem gekk ekki upp, hitt var háð gengisvísitölu og forsemdur hrundu haust 2008

Ekkert fór í gjaldþrpot. Rekstri var bara hætt. - Stundum þarf líka bara að hætta rekstri.

Friðgeir Sveinsson, 11.7.2011 kl. 00:16

9 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Alltaf sama vælið í ferðaþjónustupakkinu sem er að reka hótel og ferðaþjónustu og núna í þeim í Skaftafellssýslum. Þau láta eins og það þurfi tekjur og ferðamenn. Hvað er eiginlega að þessu liði? Hvað með það þótt það komi gos árlega, einhver smá aksa á vorin og einhver brú fari í sundur á háannatíma í ferðaþjónustu? Koma svo: Hugsa í lausnum!!!

Það er alltaf hægt að skella sér á sjóinn ef illa fer.

Guðmundur St Ragnarsson, 11.7.2011 kl. 00:19

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Friðgeir þetta er með ólíkindum hvernig látið er ég sammála þér og Guðmundur með að það verður að hugsa í lausnum núna en ekki væli...

Það varð þó allavega ekki askan yfir allt núna....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.7.2011 kl. 00:26

11 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

og er ég sammála þér og Guðmundi á að vera sorrý...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.7.2011 kl. 00:28

12 identicon

@Guðmundur

 voðalega virkar þú eitthvað bitur gagnvart "ferðaþjónustupakkinu". Þú ert gott dæmi um einstakling sem skellir bara öllum einstaklingum starfsstéttar undir eitt þak.

Þar sem mín fjölskylda hefur nú aðal afkomu sína byggða upp í kringum ferðaþjónustu (já ég er úr sveit og eflaust "landsbyggðarpakk" í þínum augum) get ég sagt það að auðvitað hefur það áhrif á okkur að missa í sundur veginn. Auðvitað hugsar ferðaþjónustubóndi staðsettur 200 kílómetra frá þeim stað sem hringvegurinn fór í sundur ekkert bara upp einhverja töfralausn á staðnum.

Síðan hef ég nú ekki séð það að það komist nú bara allir á sjó sem vilja í dag.

Svo ég endi þetta nú á þínum nótum þá rennur mig nú í grun um að þú sért aðeins búinn að gleyma uppruna þínum, enda greinilega rótgróinn í vesturbænum, röltir eflaust í vinnuna og hefur það fyrsta verk að hengja jakkan þinn á stólbak (HÖRKUNAGLI!!) :)

Guðjón Magnússon (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 00:52

13 identicon

Greinarhöfundur hefur hvorki virðingu fyrir né skilning á atvinnurekstri þeim sem hann blaðrar um. Svo þykist hann vera rekstrarmaður en getur ekki státað sig af neinu sem hald er á festandi.

En loftbólubloggarar eru líka ágætir. Heimska getur meira að segja verið skemmtileg

Halli (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 22:52

14 Smámynd: Landfari

Guðjón, ef þú lest það sem Friðgeir hefur skrifað hér á bloggið sitt og svo aftur það sem Guðmundur skrifar þá hlýtur þú að sjá kaldhæðnina í athugasemdinni hans.

Hann er að gera gólátlegt grin að þessari bloggfærslu Friðgeirs því það má ljóst vera að Friðgeir hefur engan skilning á vandamálinu.

Landfari, 11.7.2011 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.